Svartaljós: Kristín Gunnlaugsdóttir

22 January - 19 February 2022

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Svartaljós á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur. Opnunin fer að mestu fram utandyra en gestum er hleypt inn fimm í einu.

Verkin eru máluð sem olíumálverk á striga eða slettur á afgangs trébúta. Þau hanga innan um hvert annað, ýmist úr loftinu eða á vegg og eru upplýst af blacklight ljósum. Ljósin minna á diskótek áttunda áratugarins þegar það sem átti að sjást gerði það ekki, en annað sem maður hélt að væri hulið, varð skyndilega að aðalatriði. Þannig snýst sýningin m.a. um gleði þess að allt er að breystast fyrir augum manns. Verkin eru misstórar kraftsprengjur, litablossar á tréspjótum, rusl sem átti að henda en minnir nú á svífandi fjársjóð.