Afstaða I Orientation: Dagrún aðalsteinsdóttir

4 - 25 March 2023
Sýningin skoðar þátttöku okkar í að móta og árétta ákveðna afstöðu gagnvart listhlutum. Og hvernig endurtekin virkni og vinna fyrri kynslóða hefur haft áhrif á hvaða hlutir og líkamar virðast passa í ákveðin rými. Verkin skoða þann vendipunkt sem átti sér stað rétt eftir aldamótin 1900 þegar listamenn fóru að nota fundna hluti en sá gjörningur fól í sér að verðmæti verksins var ekki lengur bundinn við hlutinn sjálfan heldur hvar hann var taðsettur og hvernig samhengið gaf hlutnum vægi. Sýningin samanstendur af fundnum listrænum hlutum þar sem þeir eru settir fram í nýju samhengi og umhverfi. Hlutrinir eru eftir óþekkta höfunda fundna á flóamörkuðum í Berlín. Með því að stilla fram fundnum verkum er fókusnum beint að samhenginu og hvað skapar listhlutum menningarlegt og efnahagslegt vægi.