y = a(x-h)2 + k: Hekla Dögg Jónsdóttir

29 October - 19 November 2022
Á sýningunni y = a(x-h)2 + k í Y gallery vinnur Hekla Dögg Jónsdóttir með sjónrænt samspil tveggja rýma. Y gallery er í glerbyggingu frá áttunda áratugnum með tilheyrandi brúnum flísum á gólfinu sem kallast á við hvítar flísar úr heitum potti í Laugardalslaug. Þar er horft í gegnum iðandi vatnið á flísarnar á botninum og fylgst með þegar parabóla byrjar að myndast í hringiðu smátt og smátt þegar potturinn yfirfyllist. Parabólan er á stöðugri hreyfingu og á einhvern hversdagslegan hátt stærðfræðinnar beygir hún veruleikann svo að við sjáum tífallt meira rými.