Hæg sena | A Slow Scene: Una Björg Magnúsdóttir

5 June - 5 July 2021
Verk sýningarinnar skoða hvernig við nálgumst myndmál eftir því í hvaða form það er sett. Skúlptúrar sýningarinnar sýna einfaldar myndir af hverfulum augnablikum í útskornum stólbríkum sem í hefðbundnu samhengi eru skreyttar trúarlegum táknmyndum eða dýrlingum. Verkin velta upp þeirri spurningu hvort að hefðir handverksins hafi mátt til þess að upphefja og færa merkingu og vigt í hversdagsleg augnablik sem verða til og hverfa á svipstundu, án þess að nokkur taki eftir þeim.
Una Björg Magnúsdóttir (f.1990) nam myndlist við Listaháskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við ÉCAL í Sviss. Una Björg hefur tekið þátt í sýningum erlendis og hér heima, af nýlegum sýningum hennar má nefna Mannfjöldi hverfur sporlaust um stund í Listasafni Reykjavíkur, Þegar allt kemur til alls í Gerðarsafni, Royal#1 í Royal-verksmiðjunni á Nýlendugötu 21 og Hátt og lágt í Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn.