Geislagarðurinn / Three of Cups
Opnun 29. ágúst 18:00-21:00
Undirgöngin við Digranesveg 1
Sýningin verður flutt og stendur til 4. október í Y Gallery.
Opnun 29. ágúst 18:00-21:00
Undirgöngin við Digranesveg 1
Sýningin verður flutt og stendur til 4. október í Y Gallery.
Það hlýnar með hverjum sólargeisla hvers dags. Beinin hitna hægt og rólega. Höfðu náð svo lágu hitastigi í vor að varðeld, borgaralega óhlýðni eða ástarævintýri þurfti til að verma þau. Nýjungar spretta upp í hlýjunni í garðinum, aðrar vaxa hærra eða dýpra. Kartöflur.
Hápunktinum er náð og orkan færist smátt og smátt aftur ofan í jörðina, inn í hnýðin. Ljósaskiptin eru með lengsta móti og við sogum litina inn í hjartað. Rennum undir yfirborðið, finnum leikandi taktfastan samslátt hóps listamanna. You´re a firework baby!
Geislagarðurinn / Three of Cups er sýning á verkum 16 listamanna sem opnar í grennd við Y Gallery í undirgöngum sem hafa verið lokuð um áratugaskeið. Verkin verða selflutt í galleríið eftir opnunina með tilheyrandi mögulegri umbreytingu.
Listamenn: Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson, Hlökk Þrastardóttir, Sigurður Ámundason, Linus Lohmann, Hekla Kollmar, Gabríel Backmann, Tómas van Oosterhout & Arnar Helgi Garðarsson, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Anna Hrund Másdóttir, Unnar Örn Auðarson, David Horvitz, Eggert Pétursson, Gerður Helgadóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Daníel Björnsson.
Sýningarstjórar: Edda Kristín Sigurjónsdóttir og Sigurður Atli Sigurðsson