Auglýsingahlé Billboard: Opin samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými

  • Billboard efnir til opinnar samkeppni um myndlistarverk í almenningsrými í samstarfi við Y gallery og Listasafn Reykjavíkur. Dagana 1.–3. janúar 2026 verður auglýsingahlé á yfir 550 skjáum Billboard um alla Reykjavíkurborg. Þessi tími verður helgaður sýningu á nýju verki eftir myndlistarmann sem valinn verður úr hópi umsækjenda. Listamaðurinn fær 1.000.000 kr greiddar fyrir verkið sem verður að sýningartíma loknum gefið í safneign Listasafns Reykjavíkur. Jafnframt er stefnt að því að verkið verði áfram sýnilegt í almenningsrými í borginni að loknu verkefninu.

    Verkið verður bæði sýnt á skjáum í strætóskýlum og stórum skjáum (6x4m) við götur. Ekki er hægt að sýna hreyfimyndir eða myndskeið en mögulegt er að skipta um mynd á 8 sek. fresti.

    Umsækjendur eru beðnir um að senda inn tillögur fyrir kl. 16:00 þann 10. október 2025. Umsóknin skal innihalda stuttan texta um fyrirhugað verk ásamt 1–5 myndum af verkinu (útskýringarmyndir, skissur, ljósmyndir o.s.frv.). Lokaútfærsla verksins verður síðan unnin í samstarfi við Y gallery.

    Dómnefnd skipuð fulltrúa frá Y gallery, Listasafni Reykjavíkur, Billboard og SÍM fer yfir innsendar tillögur og tilkynnir um val sitt stuttu eftir að umsóknarfresti lýkur.

     

    Umsóknareyðublað

  • Auglýsingahlé 2025

    Major Public Art Project, Roni Horn Major Public Art Project, Roni Horn Major Public Art Project, Roni Horn Major Public Art Project, Roni Horn Major Public Art Project, Roni Horn

    Major Public Art Project

    Roni Horn

    Roni Horn er fædd árið 1955 í New York þar sem að hún býr og starfar. Roni hefur síðustu fimm áratugina varið miklum tíma á Íslandi sem hefur verið áhrifavaldur í hennar lífi og listsköpun. Verk hennar eru í eigu margra virtustu safna heims og hafa verið settar upp yfirlitssýningar á verkum hennar í Whitney Museum of American Art, Tate Modern í London, Louisiana museum of modern art í Danmörku og Listasafni Reykjavíkur.

  • Auglýsingahlé 2024

    Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson Ummyndanir, Haraldur Jónsson

    Ummyndanir

    Haraldur Jónsson
    „Verkið hverfist um ummyndanir kunnuglegra fyrirbæra úr tíðarandanum sem líða síkvikar um loftið þegar heimurinn er tímabundið opinn í báða enda um áramót. Það er skuggsjá sem ofin er úr brotakenndum skilaboðum, hnitum, hugljómunum og óvæntum tilboðum úr undirvitundinni,“ segir Haraldur um verkið.
  • Auglýsingahlé 2023

    Rétthermi, Sigurður Ámundason Rétthermi, Sigurður Ámundason Rétthermi, Sigurður Ámundason Rétthermi, Sigurður Ámundason Rétthermi, Sigurður Ámundason Rétthermi, Sigurður Ámundason Rétthermi, Sigurður Ámundason

    Rétthermi

    Sigurður Ámundason

    „Póst-strúktúralismi, óræðni og efi eru undirstöður verkanna. 

    Merkingarlaus vörumerki sem túlka ekkert en líta stórt á sig, bera númer
    og íslenska stafi í handahófskennri röð. 
    Tákn sem tákna tákn, sem snúast um sjálf sig, leiðarvísar sem í raun leiða ekki neitt."

  • Auglýsingahlé 2022

    Upplausn, Hrafnkell Sigurðsson Upplausn, Hrafnkell Sigurðsson Upplausn, Hrafnkell Sigurðsson Upplausn, Hrafnkell Sigurðsson

    Upplausn

    Hrafnkell Sigurðsson
    “Verkið er abstrakt, það er ekki beint sýnilegt samhengi við umhverfið, það fer út úr öllu samhengi. Það er aftengt heiminum eins og við þekkjum hann”. Hrafnkell segist fara þannig inn í tómið, vinnur með pixel, ljósmynd og himingeiminn og vinnur myndir þar sem tæknin endar; “þú kemst ekki lengra út í geim. Myndirnar eru af vetrarbrautinni, þar sem ég fer inn í þá mynd og lengra en það en fer svo ennþá lengra”. Hrafnkell lýsir þessu eins og stafrænni náttúrutengingu, stafrænan skjá sér hann sem algjöra andstæðu við náttúruna, en hér er Hrafnkell búinn að tengja náttúruna við skjáinn.