Guðlaug Mía Eyþórsdóttir

Guðlaug Mía Eyþórsdóttir (f. 1988) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Hún lauk svo mastersnámi frá Koninklijke Academie í Gent, Belgíu árið 2018. Í myndlist sinni skoðar Guðlaug tákn, hluti og rými hversdagsins, bæði nærumhverfi okkar og almenningsrými. Með því að umbreyta stærðum, efnum og formi kunnuglegra hluta kannar hún hvernig huglægar tengingar áhorfandans finna sínar eigin merkingar.

 

Meðfram sinni eigin myndlist hefur Guðlaug Mía unnið að margvíslegum verkefnum innan myndlistar. Hún rak sýningarrýmin Kunstschlager í Reykjavík og ABC Klubhuis í Antwerpen í samstarfi við aðra myndlistarmenn. Einnig hefur hún staðið að í verkefnunum Gamli Sfinxinn og ABC Book Klub og rannsakað heimildir um íslenska myndlistarmenn í verkefninu Blái vasinn.