Sindri Leifsson

Sindri Leifsson vekur upp spurningar um alræði vinnunnar og skoðar mörk manngerðra afurða og náttúru þar sem áhersla er lögð á ferlið sjálft. Sindri Leifsson lauk MFA gráðu frá Listaháskólanum í Malmö, Svíþjóð árið 2013 og BA námi frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi og haldið einka- og samsýningar á Íslandi og víðsvegar um Evrópu.